L‘amour fou
Share on facebook
Share on twitter

salurinn

28. ágúst
17:00
Frír aðgangur
Ljúfir tónleikar í Salnum með salonsveitinni L‘amour fou. Ástsæl, gömul dægurlög í hrífandi útsetningum Hrafnkels Orra Egilssonar. Aðgangur ókeypis en skráning nauðsynleg.

Salonhljómsveitin L'amour fou var stofnuð árið 1999 og hélt sína fyrstu tónleika í Kaffileikhúsinu sáluga í desember sama ár. Hún samanstendur af þeim Hrafnhildi Atladóttur fiðluleikara, Guðrúnu Hrund Harðardóttur víóluleikara, Hrafnkatli Orra Egilssyni sellóleikara, Gunnlaugi Torfa Stefánssyni kontrabassaleikara og Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara.

Sveitin gaf út hljómplötuna Íslensku lögin árið 2005 sem inniheldur gömul íslensk dægurlög í útsetningum Hrafnkels Orra fyrir salonhljómsveit. Platan hefur verið ein mest leikna plata Rásar 1 allar götur síðan. L'amour fou lék í áramótaþætti Sjónvarpsins árið 2010, Álfareiðinni, sem tilnefndur var til Edduverðlaunanna 2011 sem menningar- og lífstílsþáttur ársins.

 

Ókeypis aðgangur - Sækja þarf miða hér að ofan með því að velja "miðasala"

Upphitun

Listafólk

Hrafnhildur Atladóttir
fiðla
Guðrún Hrund Harðardóttir
víóla
Hrafnketill Orri Egilsson
selló
Gunnlaugur Torfi Stefánsson
kontrabassi

Bæta viðburði
í dagatal