Menning í Kópavogi

Lista- og menningarráð

Lista- og menningarráð

… er kosið af bæjarstjórn í upphafi kjörtímabils og veitir ráðgjöf í menningarmálum. Ráðið sér jafnframt um útnefningu bæjarlistamanns og veitir styrki samkvæmt þeim reglum sem bæjarstjórn hefur samþykkt. 

Árlega styrkir Kópavogsbær einstaklinga, hópa og hátíðir úr lista- og menningarsjóði bæjarins.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári. 

Umsóknum skal skila fyrir 17. nóvember 2020. 

Bæjarlistamaður Kópavogs

Bæjarlistamaður Kópavogs

… er valinn árlega af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.   Tilgangur með útnefningunum er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum árin. Það er meðal annars hlutverk bæjarlistamanns að deila listsköpun sinni með bæjarbúum það ár sem hann er valinn. 

Lista- og menningarráð auglýsir árlega eftir umsóknum um bæjarlistamann eða tekur við ábendingum um hann.

Heiðurslistamaður Kópavogs

Heiðurslistamaður Kópavogs

… er valinn á tveggja til fjögurra ára fresti af lista- og menningarráði. Þar er listamaðurinn heiðraður fyrir ævistarf sitt.

Starfsfólk menningarmála

Í menningarmálaflokknum

… starfar öflugur og hæfileikaríkur hópur starfsmanna, sem telur á bilinu 55-60 manns í rúmlega 33 stöðugildum. Mikilvægt er að hlúa vel að mannauði menningarmálaflokksins og búa þeim jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi sem gerir þeim kleift að njóta sín í starfi og styrkja sig í sessi með reglubundinni símenntun og fræðslu. Áhersla hefur verið lögð á að efla stjórnendur í hlutverkum sínum og byggja undir menningu sem einkennist af jákvæðum samskiptum, valdeflingu, viðurkenningu og vellíðan.

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Árið 2001 var stofnað til ljóðasamkeppni

… á vegum lista- og menningarráðs Kópavogs og Ritlistarhóps Kópavogs, sem hlaut nafnið Ljóðstafur Jóns úr Vör, í minningu skáldsins.

Ljóðstafur Jóns úr Vör er veittur að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð á íslensku, og undir dulnefni. Hér takast því á reyndari skáld og þau yngri í jöfnum leik.

Veitt eru peningaverðlaun og verðlaunaskáldið fær til varðveislu í eitt ár silfurskreyttan göngustaf, sem var í eigu Jóns úr Vör. Á stafinn er festur skjöldur með nafni verðlaunahafa ásamt ártali. Verðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn á fæðingardegi Jóns úr Vör þann 21. janúar ár hvert.

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs

er haldin í tengslum við Ljóðstaf Jóns úr Vör, árlega ljóðasamkeppni Lista- og menningarráðs Kópavogs. Markmiðið með grunnskólakeppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð. Öll grunnskólabörn í Kópavogi geta tekið þátt.  

Dómnefnd skipuð fagfólki á sviði bókmennta fer yfir innsend ljóð beggja flokka. Verðlaun og viðurkenningar eru veitt 21. janúar ár hvert, á afmælisdegi skáldsins Jóns úr Vör en við sama tilefni er Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur. Fyrstu verðlaun í grunnskólakeppninni voru veitt árið 2012.