Hlustaðu á ljósið
Share on facebook
Share on twitter

salurinn

31. ágúst
3.900 - 4.400 kr.
Tíbrá
Frumflutningur sönglaga eftir John A. Speight.

Til að fagna 75 ára afmælisári Johns Speight verða frumflutt sönglög eftir hann í flutningi frábærra söngvara. Þó John sé betur þekktur fyrir stærri tónsmíðar svo sem sinfóníur, óratoríur og kammerverk þá hefur hann samið um hundrað lög fyrir rödd og píanó.

Efnisskrá:

John Speight (f. 1945)

Morgunljóð I + II (2019) – Stefán Hörður Grímsson
3 Shakespeare Songs

Hildigunnur Einarsdóttir og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir

Hlustaðu á ljósið (2018) – Njörður P. Njarðvík
Fimm lög fyrir tenór og píanó

Eyjólfur Eyjólfsson og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir

Gættu þín á sofandi vatni (2017) – Sigurður Pálsson
Fimm lög fyrir mezzo-sópran

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Edda Erlendsdóttir

The Moon is Full Tonight (2019) – Philip Larkin
Fimm lög for barítón og píanó

Ágúst Ólafsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir

Hljóðlát er nóttin (2019) – Ingibjörg Haraldsdóttir
Þrjú lög fyrir sópran og píanó – Ingibjörg Haraldsdóttir
Þrjú lög fyrir sópran og píanó – Ingunn Snædal

Hallveig Rúnarsdóttir og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir

Tíbrá tónleikaröð er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs

John hefur undanfarin ár unnið að verkefni sem felst í því að hann spyr söngvara sem hafa vakið hrifningu hans hvort hann megi semja verk fyrir þá. Ef svar söngvarans er jákvætt uppljóstrar hann þeim skilyrðin sem eru þau að söngvaranum beri að velja ljóð. Þetta gæti verið vandasamt þar sem smekkur fólks á ljóðum er mismunandi – en útkoman er nokkuð góð.

Efnisskrá tónleikanna samanstendur af lögum sem John hefur samið fyrir yngri kynslóð söngvara – sem voru nægilega áræðnir til að segja „já“.

Upphitun

Listafólk

Bæta viðburði
í dagatal