loader image
Hlutbundin þrá
Share on facebook
Share on twitter
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir myndlistarmaður og þátttakandi í sýningunni Hlutbundin þrá leiðir skemmtilega listasmiðju þar sem fjölskyldum gefst kostur á að kanna ný sjónarhorn á umhverfi sínu í gegnum teikningu.
28. ágúst
— 1. jan. 1970

Verið velkomin á listasmiðju fyrir börn og fjölskyldur laugardaginn 28. ágúst kl. 13:00.

 

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir myndlistarmaður og þátttakandi í sýningunni Hlutbundin þrá leiðir skemmtilega listasmiðju þar sem fjölskyldum gefst kostur á að kanna ný sjónarhorn á umhverfi sínu í gegnum teikningu.

Í smiðjunni munum verður hlutum snúið á alla kanta - að pæla, venda, hvolfa, sveigja, gaumgæfa og koma þeim svo óþekkjanlegum niður á blað!

 

Smiðjan hentar öllum börnum á grunnskólaaldri og fjölskyldum þeirra.

 

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og lauk svo mastersnámi frá Koninklijke Academie í Gent, Belgíu árið 2018. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði innanlands og erlendis.  Í myndlist sinni skoðar Guðlaug Mía tákn, hluti og rými hversdagsins, bæði nærumhverfi okkar og almenningsrými. Með því að umbreyta stærðum, efnum og formi kunnuglegra hluta kannar hún hvernig huglægar tengingar áhorfandans finna sér sínar eigin merkingar.

Listafólk

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir

Sýningarstjórn

Hlekkir og ítarefni

Bæta viðburði
í dagatal