Styrmir Örn Guðmundsson | Hlutbundin þrá
Share on facebook
Share on twitter
Styrmir Örn Guðmundsson verður með leiðsögn um sýninguna Hlutbundin þrá fimmtudaginn 26. ágúst kl. 18 en Styrmir er einn listamanna sýningarinnar.
26. ágúst
— 1. jan. 1970

Styrmir Örn Guðmundsson (f. 1984) er sögumaður, dansari, söngvari og myndskreytari. Hann hrífst af hinu fjarstæðukennda, en með því er frekar átt við milda og kærleiksríka afstöðu en þráhyggju fyrir hinu fáránlega. Hann ber umhyggju fyrir hinu fjarstæðukennda. Hann aðstoðar það við að þróast. Hann gefur því pláss meðfram öllu öðru, þar sem það getur tekið form hins óþolandi nágranna eða þíns besta vinar.

 

Hlutbundin þrá er samsýning átta samtímalistamanna frá Íslandi og Singapúr, sem hverfist um samband mannsins við hlutlægni og hluti. Sýningin er samtíningur af klippimyndum, skúlptúrum, vídeóverkum og innsetningum. Verkin skoða hlutgervingu mynda sem innihalda þrár og langanir, ásamt umboði og áhrifum slíkra mynda sem eru séðar og dreifðar, jafnvel endurgerðar.

 

Listamenn: Daniel Hui, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Guo Liang, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Luca Lum, Styrmir Örn Guðmundsson, Sæmundur Þór Helgason og Weixin Chong.

Sýningarstjórar eru Dagrún Aðalsteinsdóttir og Weixin Chong.

 

 

 

Mynd: Johanna Maria Dietz, 2021.

Listafólk

Styrmir Örn Guðmundsson

Sýningarstjórn

Hlekkir og ítarefni

Bæta viðburði
í dagatal