Lista- og menningarráð

Lista- og menningarráð er kosið af bæjarstjórn í upphafi kjörtímabils og veitir ráðgjöf í menningarmálum. Ráðið sér jafnframt um útnefningu bæjarlistamanns og veitir styrki samkvæmt þeim reglum sem bæjarstjórn hefur samþykkt. 

Meðlimir ráðsins eru:

Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður
Auður Sigrúnardóttir
Guðmundur Gísli Geirdal
Páll Marís Pálsson
Vigdís Ásgeirsdóttir
Margrét Tryggvadóttir

Starfsmaður ráðsins er Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.

Varamenn eru:

Bergþór Skúlason
Björg Baldursdóttir
Hákon Helgi Leifsson
Margrét Friðriksdóttir
Þóra Marteinsdóttir
Örn Thorstensen.

Hér má lesa erindisbréf fyrir lista- og menningarráð.

Menningarstyrkir- og stefna

Árlega styrkir Kópavogsbær einstaklinga, hópa og hátíðir úr lista- og menningarsjóði bæjarins.

Umsóknafrestur er til 17. nóvember árlega.

Árlega styrkir Kópavogsbær einstaklinga, hópa og hátíðir úr lista- og menningarsjóði bæjarins.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári. 

Hlutverk sjóðsins er að efla menningarlífið í Kópavogi í samræmi við menningar-stefnu bæjarins. Styrkir eru veittir til einstaklinga, listhópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana á sviði lista, hönnunar eða arkitektúrs, sem eru í samræmi við menningarstefnu Kópavogs-bæjar. Umsækjendur um styrki verða að sýna fram á gildi verkefnisins fyrir lista- og menningarlífið í Kópavogi, getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og leggja fram skýra fjárhagsáætlun. Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir.

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur má nálgast á heimasíðu Menningarhúsanna í Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, í gegnum netfangið: soffiakarls@kopavogur.is.

Hægt er að sækja um styrki í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Kópavogsbæjar. 

árskýrslur menningarmála í kópavogi

Menningarmálaflokkur Kópavogsbæjar gefur árlega út ítarlega skýrslu um starfsemi málaflokksins á liðnu ári.

Skýrslum þessum er ætlað að fanga menningarstarfsemi Kópavogsbæjar hverju sinni, líta yfir farinn veg og setja raunhæf markmið.

Ítarlega er farið yfir starfsemi menningarstofnana Kópavogsbæjar í skýrslum þessum.