Jazzpíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir er Bæjarlistamaður Kópavogs 2021. Valið var tilkynnt í Salnum í dag, föstudaginn 21 maí. Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs kynnti tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs.
Bæjarlistamaður Kópavogs skal vera tilbúinn til að vinna með Kópavogsbæ að því að efla áhuga á list og listsköpun í bænum og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljónir króna. Sunna Gunnlaugsdóttir tekur við keflinu af Herra Hnetusmjöri tónlistarmanni.