LJÓÐASAMKEPPNI GRUNNSKÓLA KÓPAVOGS

Ljóðasamkeppni grunnskóla kópavogs er haldin í tengslum við Ljóðstaf Jóns úr Vör, árlega ljóðasamkeppni Lista- og menningarráðs Kópavogs. Markmiðið með grunnskólakeppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á Ljóðagerð. Öll grunnskólabörn í Kópavogi geta tekið þátt.

Dómnefnd skipuð fagfólki á sviði bókmennta fer yfir innsend ljóð beggja flokka. Verðlaun og viðurkenningar eru veitt 21. janúar ár hvert, á afmælisdegi skáldsins Jóns úr Vör en við sama tilefni er Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur. Fyrstu verðlaun í grunnskólakeppninni voru veitt árið 2012.