Vatnsdropinn

Geta sígildar barnabókmenntir stuðlað að nýjum leiðum til að takast á við félagslegar áskoranir samtímans?

Áskoranir á borð við umhverfismál, jafnrétti kynjanna og menningarlegan fjölbreytileika.

Næstu viðburðir Vatnsdropans

Please select listing to show.

Um Verkefnið

Geta sígildar barnabókmenntir stuðlað að nýjum leiðum til að takast á við félagslegar áskoranir samtímans? Áskoranir á borð við umhverfismál, jafnrétti kynjanna og menningarlegan fjölbreytileika?

Þetta er spurningin að baki Vatnsdropanum, nýju samstarfsverkefni norrænna menningarstofnana þar sem sígildar barnabókmenntir eru tengdar Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í gegnum fjölbreytta viðburði og vinnustofur, metnaðarfullar sýningar og útgáfu.

Eitt af stóru verkefnum Vatnsdropans er Ungir sýningastjórar, sem snýst um að bjóða börnum á aldrinum 9 – 12 ára, frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi, að taka þátt í að móta viðburðaraðir og sýningar til næstu þriggja ára. Börnin eru virkir þátttakendur í hugmyndavinnu og sýningarstjórn en verkefnið byggir á samþættingu lista, vísinda og umhverfisverndar. Vatnsdropinn miðar að því að hvetja börnin til að hugsa um og bregðast við brennandi og áleitnum spurningum í okkar samtíma. Með því er vonast til að sett verði ný viðmið um vinnu með börnum, þar sem þeirra hugmyndir, raddir og sköpunarkraftur eru virkjuð í samstarfi við fullorðna listamenn.

Vatnsdropinn er samstarfsverkefni Menningarhúsanna í Kópavogi, Múmínsafnsins í Tampere, H.C. Andersen safnsins í Óðinsvéum og Ilon Wonderland safnsins í Haapsalu í Eistlandi. Verkefnið er til þriggja ára með aðkomu fjölda alþjóðlegra menningarstofnana, safna, skóla og listamanna.

Vatnsdropinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Íslands, Lista- og menningarráði Kópavogs, Nordplus, Norræna menningarsjóðnum og Erasmus Plus.

Geta sígildar barnabókmenntir stuðlað að nýjum leiðum til að takast á við félagslegar áskoranir samtímans?

Áskoranir á borð við umhverfismál, jafnrétti kynjanna og menningarlegan fjölbreytileika.

Teymi Vatnsdropans

Yfirstjórnandi og upphafsmaður Vatnsdropans

Soffía Karlsdóttir
Forstöðumaður menningarmála í Kópavogi

Verkefnastjóri:
Sara Löve Daðadóttir

Sýningarstjóri:
Chus Martinez 

Viðburða- og verkefnastjóri menningarhúsin í Kópavogi:
Elísabet Indra Ragnarsdóttir

Yfirsýningarstjóri barnasýninga.
Hans Christian Andersen safnið: Mette Stauersböl

Alþjóðlegur sýningarstjóri:
Niels Björn Friis

Yfirsýningarstjóri Múmínálfasafnið:
Riika Kuittinen

Verkefnastjóri Ilon’s Wonderland:
Maarja Köuts

Ungir sýningarstjórar 2021

Frá Íslandi:
Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir
Freyja Lóa H. Sigríðardóttir
Íva Jovisic
Lóa Arias
Vigdís Una Tómasdóttir

Frá Finnlandi:
Ines Vaananen
Maisa Kiviniitty
Minea Engman

Frá Danmörku:
Kirstine Hjarsbæk Sörensen
Mathilda Aagaard Andersen
Olivia Caroline Rosenfeldt Lacy

Frá Eistlandi:
Elsa Johanna Talvistu
Moona Ojasoo

Almannatengsl

Markaðsfulltrúi
Hans Christian Andersen safnið:
Lone Weidemann

Markaðsfulltrúi Múmínsafnsins:
Heli Hakala

Markaðsstjóri
Menningarhúsanna í Kópavogi:
Íris María Stefánsdóttir 

Almannatengill Kópavogsbæjar:
Sigríður Björg Tómasdóttir 

Textar og samhæfing:
Nele Ruckelshausen 

Sjónræn umgjörð og útfærsla:
Kiosk Studio 

Vefur:
Kiosk Studio

Myndlýsingar:
Kiosk Studio
Tsukasa Yamamoto

Leiðbeinendur
ungra sýningarstjóra

Á Íslandi:
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir 

Í Danmörku:
Metta Kiilerich
Nanna Möllegard Madsen

Í Finnlandi:
Minna Honkasalu

Í Eistlandi:
Triin Reeman